Myndlist á Bollastöðum
22.11.2010
Sýning á málverkum Margrétar Jónsdóttur er nú í gangi á Bollastöðum. Margrét er fædd 2. nóvember 1953 og uppalin á Selfossi. Hún hefur unnið sem sjúkraliði síðan 1973. Hún hefur víða komið við í handverki svo sem körfugerð, bútasaum o.fl. Hún hefur sótt námskeið í teikningu hjá Sjöfn Har. Veturinn 2009 lét hún þann draum rætast að byrja í olíumálun þegar hún fór á námskeið hjá Ingu Hlöðversdóttur og helgarnámskeið hjá Þuríði Sigurðardóttur. Hún hefur sótt nokkur námskeið hjá Þuríði síðan þá. Myndirnar sem eru til sýnis eru olíumyndir og akrýlmyndir unnar með blandaðri tækni.