Myndlistarmaður í heimsókn
11.10.2010
Þriðjudaginn 5. október kom myndlistarmaðurinn Pétur Thomsen í heimsókn í FSu. Sagði hann frá lífi sínu, hvernig er að komast af sem listamaður og sýndi verk sín, en hann vinnur með ljósmyndir. Nemendur spurðu um það sem þeim lá á hjarta og Pétur sagði frá sýningum sem hann hefur tekið þátt í. Hann sýnir núna myndaröðina Innflutt landslag, sem lýsir umbreytingu landslagsins við Kárahnjúka, í Listasafni Íslands. Heimsóknin var í boði SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, í tilefni af degi myndlistar sem var 2. október.