Náms- og starfsráðgjafar funda
07.11.2012
Lengi hefur verið rætt um að náms- og starfsráðgjafar á Suðurlandi hittist og ræði málin.
Það átti því vel við að 22.október varð fyrir valinu til fundar en 20. október var dagur náms-og starfsráðgjafa á Íslandi.
Náms- og starfsráðgjafar á Suðurlandi koma víða úr atvinnulífinnu. Þeir starfa í grunnskólum, framhaldsskólum og á símenntunarmiðstöðum bæði við ráðgjöf og kennslu. Á þessum löngu tímabæra fundi sem haldin var í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi mættu 14 galvaskir náms-og starfsráðgafar. Skólameistari FSu Olga Lísa Garðarsdóttir bauð gesti velkomna og í framhaldinu voru ýmis málefni náms-og starfsráðgjafar rædd.