Námskeið í meðferð keðjusaga nýtur mikilla vinsælda hjá Garðyrkjuskólanum
Dagana 22. - 24. nóvember var haldið námskeið í tráfellingum og grisjun með keðjusög á Hallormsstað á vegum Endurmenntunar Græna geirans hjá Garðyrkjuskólanum - FSu. Þetta er annað námskeiðið á Hallormsstað á þessu hausti því fullskipað var á námskeið sem haldið var í október og annað námskeið fylltist fljótt. Eftirspurn eftir fólki til að vinna við umhirðu skóga vex stöðugt og miklu máli skiptir að þeir sem vinna með keðjusagir kunni vel til verka, bæði fyrir öryggi fólks og gæði skógarins. Eins eru margir, sem undanfarin ár hafa verið að planta skógi í landið sitt, farnir að huga að því að fella tré og grisja því skógurinn er orðinn úr sér sprottinn og oft allt of þéttur.
Búið er að auglýsa nýtt námskeið á Garðyrkjuskólanum á Reykjum í janúar 2025, dagana 21. - 23. janúar. Skráningar eru þegar farnar að berast svo áhugasamir ættu að hafa samband sem fyrst. Skráning fer fram með tölvupósti á gardyrkjuskolinn@fsu.is
Nánari upplýsingar um námskeið á vegum Endurmenntunar Græna geirans er að finna á heimasíðu Fjölbrautaskóla Suðurlands https://www.fsu.is/is/namid/gardyrkjuskolinn-reykjum/gardyrkjuskolinn-namskeid