Námskeið í rafiðnadeild

Á Kátum dögum voru haldin tvö námskeið fyrir nemendur í grunndeild rafiðna; annars vegar að setja endabúnað á háspennustrengi og hins vegar að setja saman ljóðsleiðara. Um kennsluna sá Friðrik Jósefsson sem á árum áður kenndi við rafiðnadeildina í FSu. Var þetta kærkomin viðbót við það nám sem hægt er að stunda á þessu sviði við skólann.