Námskeið í stigamennsku

Nú stendur yfir tveggja helga námskeið um smíði tréstiga (TRS102) í FSu. Námskeiðið sækja 15 nemendur skólans sem þreyta munu sveinspróf í vor og njóta þá góðs af. Verkefnið felst í því að smíða snúinn tréstiga í smækkaðri mynd. Nemendur vinna saman í þriggja manna hópum við að teikna og smíða stigann. Vinnan gengur vel enda nemendur áhugasamir. Kennari er Svanur Ingvarsson og honum til aðstoðar Óskar Jónsson sem er að afla sér kennsluréttinda.