Námskeið um kennsluaðferðir
22.09.2010
Fjórar stöllur úr íslenskudeild, þær Katrín, Bryndís, Guðbjörg Dóra og Rósa Marta, fóru á námskeið um nýjar kennsluaðferðir sem var haldið á hótel Glym í Hvalfirði helgina 17.-18. sept. Námskeiðið var afar lærdómsríkt og vel skipulagt. Þrír fyrirlesarar kynntu aðferðir í bókmenntakennslu sem miða að aukinni þekkingu, leikni og hæfni nemenda. Hrafnhildur Ragnarsdóttir kynnti könnun sem hún gerði ásamt fleirum um ritunarhæfni nemenda í 5. bekk, 8. bekk og 1. bekk í framhaldsskóla. Sama könnun var gerð í sjö öðrum löndum. Niðurstaðan hér á Íslandi var sláandi en það kom í ljós að íslenskum nemendum virðist fara sáralítið fram í ritun á þessum miklu mótunarárum frá 10 til 16 ára. Það þarf að skoða!