Námskrárvinnan þokast áfram
27.01.2010
Miðvikudaginn 20. janúar var kennarafundur helgaður námskrárvinnu. Eftir innlegg Elísabetar og Gísla, sem stýra þessu starfi, unnu kennarar einstakra greina áfram við að stokka upp markmiðslýsingar í anda nýju laganna um framhaldsskólann. Meðal þess sem gera þarf er að setja fram markmið um þekkingu, leikni og hæfni í hverri grein og deila markmiðunum niður á þrep í tengslum við evrópsk og alþjóðleg viðmið. Þetta reynist miserfitt því í sumum tilfellum er búið að vinna ákveðna forvinnu sem hægt er að nýta en í allnokkrum greinum þurfa kennarar að vinna verkið frá grunni. Allt á þetta að vera klappað og klárt til notkunar haustið 2011.