Nemendur frá FSu í Undankeppni EM
10.10.2011
Tveir nemendur skólans, þau Eva Lind Elíasdóttir og Svavar Berg Jóhannsson, hafa verið valdir til að keppa í undankeppni EM með U17 landsliðunum í knattspyrnu. Eva Lind Elíasdóttir er nú þegar farin utan. Riðillinn er leikinn í Austurríki og eru heimastúlkur einmitt fyrstu mótherjar liðsins. Íslensku stelpurnar hafa nú þegar unnið tvo af sínum leikjum og skoraði Eva Lind mark í öðrum þeirra. Hin liðin í riðlinum eru Kasakstan og Skotland. Piltarnir keppa í undankeppni EM 12. - 17. október, en leikið verður í Ísrael. Mótherjarnir eru, auk heimamanna, Sviss og Grikkland. Fyrsti leikur Íslands er gegn Sviss, miðvikudaginn 12. október.