Nemendur í franska sendiráðinu
28.06.2013
Þann 26. júní sl. var móttaka í boði Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands, í tilefni af verðlaunaafhendingu til þeirra nemenda framhaldsskóla landsins sem sýndu bestan árangur í frönsku á nýliðnu skólaári. Þremur nemendum frá FSu, þeim Jakobi Þór Eiríkssyni, Markúsi Árna Vernharðssyni og Stefáni Elí Gunnarssyni, var boðið til þessarar móttöku ásamt kennurum sínum. Fram kom í máli sendiherrans að sendiráð Frakka styrkir reglulega íslenska nemendur til framhaldsnáms í Frakklandi. Í vor voru m.a. veittir styrkir til framhaldsnáms í verkfræði, teiknimyndagerð o.fl.
Á myndunum má sjá þá Stefán Elí, Markús Árna og Jakob Þór og svo hóp kennara, nemenda og sendráðsfulltrúa fyrir utan franska sendiráðið.