Nemendur kynna skólann
12.02.2016
Nemendur í Braga unnu nýlega verkefni þar sem þeir áttu að búa til kynningarmyndbönd um skólann. Sumir hópar gerðu myndbönd um ákveðnar deildir, félagslíf, akademíur og fleira. Náms- og starfsráðgjafar skólans fengu svo aðgang að verkefnunum og nýta hluta þeirra í kynningar á FSu fyrir grunnskólanemendur, framtíðarnemendur FSu. Hér að neðan má sjá eitt myndband nemenda, þar sem markmiðið var að sýna skólahúsnæðið.
{youtube}ftf8cZ0sj_4{/youtube}