Netnotkun og ungmenni - fundur í kvöld
Í kvöld stendur foreldraaráð FSu fyrir fyrirlestri og fræðslu um netnotkun ungmenna í sal skólans kl. 20. Guðberg Jónsson frá SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni) fjallar um tölvuheima og þá þætti varðandi netnotkun sem foreldrar hafa oft áhyggjur af. Nýleg könnun SAFT um notkun ungmenna og barna á netinu sýnir að meirihluti íslenskra barna og unglinga skoðar samskiptasíður daglega. Sjá nánar hér.
Fyrirlesturinn er haldinn af gefnu tilefni, aukin netnotkun ungmenna getur haft neikvæð áhrif á samskipti og aukið líkur á rafrænu einelti. Það er því mikilvægt fyrir skólann og forráðamenn að fylgjast vel með og vera upplýst.
SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi, nánari upplýsingar um átakið má nálgast hér.
Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að mæta og kynna sér málið. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Aðgangur er ókeypis.