Nítján luku sveinsprófi
19.05.2009
Föstudaginn 15. maí hófst sveinspróf í FSu og stóð fram á sunnudag. Alls voru 19 nemendur sem þreyttu prófið að þessu sinni og stóðust allir þessa raun. Prófstykkið í ár var snúið í tvennum skilningi því allir þurftu að smíða snúinn stiga. Nú er skipulagið þannig í iðnnáminu að flestir taka fyrst fjórar annir í skóla, síðan sem svarar þremur önnum í starfsþjálfun á vinnustað og loks eina önn í skóla, meðal annars til að búa sig undir sveinsprófið.