Nóg að gera hjá kór FSu
Í upphafi annar fór Kór FSu í sex daga ferð til Parísar þar sem kórinn tók þátt í Paris Music Festival og skemmti sér og öðrum. Er heim var komið voru nýir kórfélagar boðnir velkomnir og við tóku svo æfingar fyrir afmæli skólans þann 13. sept sl. Þessa dagana hefur kórinn verið að æfa ýmsa veraldlega tónlist sem mun að einhverju leiti heyrast á tónleikum hans á aðventunni. Strax eftir vetrarfrí verður svo hafist handa við að æfa jólalögin af kappi. Djasssöngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir mun syngja með kórnum á aðventunni og hefur hún lokkað föður sinn, Labba, til að syngja með okkur nokkur lög. Reyndir hljóðfæraleikarar munu leika undir söng kórs og einsöngvara og er óhætt að lofa notalegri jólastemningu í léttdjössuðum pækli. Jólaónleikar kórsins verða 29. nóvember nk. í sal skólans. Aðrar þegar bókaðar uppákomur hjá kórnum er þátttaka á tónleikunum Hátíð í Bæ í umsjón Kjartans Björnssonar þann 7. desember og svo hefðbundinn söngur við brautskráningu í FSu laugardaginn 17. desember.