Notendagrunnur Innu verður samkeyrður við FSu kerfin í nótt
20.01.2013
Notendagrunnur Innu verður samkeyrður við FSu kerfin á miðnætti í nótt, aðfaranótt mánudagsins 21. janúar. Það er til að sækja breytingar á lykilorðum sem notendur hafa fært inn frá því Inna var uppfærð og endurræst síðdegis á föstudaginn var.
Þetta hefur í för með sér að ný lykilorð sem notendur hafa skipt yfir í Innu frá því á föstudag munu gilda inn á Moodle námsnetið og skólatölvurnar á morgun mánudag.
20.01.2013
Kerfisstjóri