Nú er það hæfnin
01.11.2009
Kennarafundurinn föstudaginn 30. október var helgaður innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga í FSu. Meðal þess sem skólar þurfa að gera í tengslum við nýju lögin er að setja fram hæfnimarkmið í einstökum greinum og áföngum og skipa þeim niður á þrep samkvæmt evrópskum viðmiðaramma. Þessi vinna er nú að hefjast af fullum krafti í FSu. Elísabet Valtýsdóttir og Gísli Skúlason höfðu framsögu á fundinum, en þau hafa unnið í starfshópum sem mótuðu hæfnimarkmið í erlendum málum og íslensku á vegum menntamálaráðuneytis.