Ný plötusög í húsasmíði
28.02.2012
Í vikunni sem leið, var tekin í notkun ný plötusög sem leysir af hólmi yfir 30 ára gamla sög sem hefur verið í notkun frá stofnun skólans. Með nýju söginni nálgast trédeildin betur nútímann, þar sem flestar trésmíðavélar eru að nokkru eða öllu leiti tölvustýrðar. Því var orðið tímabært að skipta þeirri gömlu út til að fylgja eftir því sem er að gerast á markaðnum. Það helsta sem nýja sögin hefur umfram þá gömlu er meiri nákvæmni, fljótlegra er að stilla upp á saganir, auk þess sem hún er öruggari gagnvart slysahættu. Á myndinni má sjá ánægða kennara og nemendur við sögina góðu.