Ný stjórn Kennarafélags FSu
20.10.2011
Kennarafélag FSu hélt aðalfund sinn nýlega og var ný stjórn kjörn á fundinum. Eyrún Björg Magnúsdóttir, Gylfi Þorkelsson, Vera Ósk Valgarðsdóttir og Þórey Hilmarsdóttir voru kjörin aðalmenn í stjórn en Ægir Pétur Ellertsson og Kristín Runólfsdóttir varamenn. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar skiptu menn með sér verkum og var Gylfi Þorkelsson kjörinn formaður félagsins, Eyrún Björg Magnúsdóttir ritari og Þórey Hilmarsdóttir gjaldkeri. Vera Ósk Valgarðsdóttir er titluð meðstjórnandi. Á myndinni má sjá stjórnina funda af krafti.