Ný stjórn Nemendafélags FSu
Aðalfundur NFSu var haldinn síðastliðinn miðvikudag og þar tók ný stjórn NFSu formlega við völdum. Á fundinum fjallaði fráfarandi formaður Elísabet Davíðsdóttir um störf nemendafélagsins á þessu skólaári, farið var yfir ársreikninga og samþykktar voru lagabreytingar á lögum félagsins. Kosningar til NFSu fyrir skólaárið 2018 til 2019 fóru fram í mars og apríl. Fyrst var kosið um formann, varaformann og gjaldkera. Alls greiddu 211 nemendur atkvæði og voru niðurstöður þær að Matthías Bjarnason var kosinn formaður, Veigar Atli Magnússon varaformaður og Sólmundur Magnús Sigurðarson verður gjaldkeri næsta skólaár. Eftir páska var kosið um meðstjórnendur og var þá kosið eftir svæðum. Fulltrúar fyrir Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri 2018 til 2019 verða Arnar Freyr, Inga Júlía Pétursdóttir og Páll Dagur Bergsson. fyrir Flóa og uppsveitir, Hólmar Höskuldsson, fyrir Þorlákshöfn, Hveragerði og Ölfus. Daníela Stefánsdóttir og Perla Sævarsdóttir og fyrir Hvolsvöll og Hellu taka sæti í nemendaráði þau Ásta Sól Hlíðdal og Benedikt Óskar Benediktsson.