Ný stjórn Starfsmannafélags FSu
16.05.2012
Aðalfundur Starfsmannafélags FSu var haldinn í vikunni. Kom fram í skýrslu fráfarandi stjórnar, sem kallaði sig Töfrastjórnina, að dagskrá vetrarins hefði verið fjölbreytt og þátttaka almennt ágæt. Starfsmannafélagið stendur árlega fyrir fjölmörgum viðburðum á skólaárinu, má þar meðal annars nefna gönguferðir, leikhúsferðir, barnaskemmtun í desember og margt fleira.
Ný stjórn var kjörin á fundinum, en hana má sjá á meðfylgjandi mynd. Frá vinstri: Vera Ósk Valgarðsdóttir, Jón Sigursteinn Gunnarsson, Gísli Skúlason, formaður, Sigríður Sigfúsdóttir og Elín Kristbjörg Guðbrandsdóttir.