Nýir kennarar hefja störf
Tíu nýir kennarar hófu störf á haustönn. Fundur var haldinn með nýjum kennurum 15. ágúst þar sem stjórnendur, tölvuþjónusta o.fl. kynntu ýmis mikilvæg atriði sem að skólahaldinu snúa. Nýju kennararnir stilltu sér upp í myndatöku eftir fundinn. Þau eru Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari körfuboltaakademíunnar, Sólveig Sigmarsdóttur sem kennir dönsku, María de Lourdes Pérez Mateos sem kennir spænsku, Elín Una Jónsdóttur sem kennir íslensku, Guðbjörg Helga Guðmundsdóttir sem kennir stærðfræði, María Karen Ólafsdóttir sem kennir viðskiptagreinar og stærðfræði, Eyrún Björg Magnúsdóttir sem kennir félagsfræði og lífsleikni, Aníta ólöf Jónsdóttir sem kennir NÁT113 og Hallgrímur Hróðmarsson sem kennir eðlisfræði. Á myndina vantar Eyrúnu Jónasdóttur sem kennir tónlistaráfanga á starfsbraut.