Nýnemaferð
Nýnemaferðin var farin þriðjudaginn 10.september. Eins og vant er fórum við í Félagslund og áttum þar góða stund – í grenjandi rigningu! Mentorar og yfirmentorar höfðu skipulagt leiki og þrautir og var kennurum skipt á stöðvar en mentorar fylgdu sínum bragahópi í gegnum alla dagskrána. Hér voru nemendur að búa til píramída úr plastglösum, slappa af á kósý stöðinni, taka þátt í spurningakeppni, kasta stígvélum og margt fleira skemmtilegt.
Þegar þrautum var lokið voru pylsurnar tilbúnar og þær runnu hratt og ljúflega niður. Eftir matinn fóru þeir sjö nemendur sem buðu sig fram sem fulltrúa nýnema í stjórn nemendafélagsins upp á svið og kynntu sig og stefnumál sín. Nemendur kusu áður en þeir fóru og stemmingin var orðin rafmögnuð hjá frambjóðendum – gleði var þó einkennandi fyrir allt saman.
Þetta var mjög skemmtilega ferð og nemendur voru til fyrirmyndar að öllu leyti. Þetta er skemmtileg hefð sem við kennarar hlökkum til að taka þátt í á hverju hausti.
Takk fyrir okkur
Bragakennarar