Nýnemaferð í sól og blíðu
Í liðinni viku var farið í nýnemaferð. Ferðin tókst afar vel, en skipulag hennar var alfarið á höndum mentorahóps FSu. Allir nýnemar fara í svokallaðan Bragaáfanga sem eru einingabærir áfangar sem hafa það að markmiði að efla samkennd og hópefli, kynna vel fyrir nemendum öll kerfi og þjónustu skólans, vinna að námstækni og góðum vinnubrögðum í námi og gera nemendur fulllfæra og sjálfbæra í námi þar sem þau byggja upp sinn námsferil. Hver árgangur skiptist niður á Bragakennara sem fylgja þeim eftir í 3 annir. Bragakennarar eru einnig umsjónarkennarar.
Hverjum hópi er svo úthlutað mentorum, sem eru eldri nemendur úr FSu, en þeirra hlutverk er að bjóða nemendur velkomna í skólann, ýta undir hópefli og samkennd í bekkjunum og styðja þau og styrkja.
Nýnemaferðin var eins og áður sagði alfarið skipulögð af mentorahópnum. Farið var með rútum í Felagslund í Flóahreppi. Þar voru hóparnir saman að leysa þrautir, grilla pylsur og fara í leiki. Einnig var haldinn kosningafundur vegna kosningu fulltrúa nýnema í nemendaráð, en 8 nemendur buðu sig fram. Haldnar voru framboðsræður og kynningar. Nemendur létu vel af ferðinni og ekki skemmdi blíðviðrið fyrir. Þrautirnar voru mjög fjölbreyttar, en meðal annars áttu hóparnir að hanna brúðarkjól úr eldhúsrúllum, búa til listaverk úti í náttúrunni, taka upp myndband af flöskuflippi, búa til sögur, hanna plakat og keppa í hindrunahlaupi.
Hóparnir geta unnið sér inn stig á önninni með þátttöku í ýmsum viðburðum á vegum skólans, leysa þrautir, mæta vel á fyrirlestra og ýmislegt fleira. Til mikils er að vinna, en sá Bragahópur sem vinnur stigakeppnina á haustönn fær veglegan vinning frá nemendafélagsinu. Fleiri myndir úr ferðinni má sjá áfésbókarsíðuskólans.