Nýr Hamar vígður í dag
Nýr Hamar verður vígður í dag. Undirbúningu vegna ný verknámshúss hefur staðið yfir um langt skeið, en skóflustunga að byggingunni var tekin 8. júlí 2015. Hönnunarútboð var haldið í júní 2013 og komu fram 24 tillögur. Fyrir valinu varð hönnun frá Tark teiknistofu sem hannaði húsið auk aðkomu undirverktaka, verkfræðistofa og fleiri aðila.
JÁ – verktakar sáu um bygginguna auk undirverktaka, Fossraf sá um rafkerfið, ÞH blikk um loftræstinguna og fjöldinn allur af verktökum hafa komið að byggingunni á einn eða annan hátt.
Samvinna gengið vel og allir hafa lagt sig fram um að láta allt verkið ganga upp á eins stuttum tíma og hægt er við viðlíka byggingu.
Húsið uppfyllir mikila þörf sem safnast hefur upp í mörg ár og eykur til muna möguleika á mun betra og tæknivæddara námi í iðn og verkgreinum á Suðurlandi. Húsið er útbúið nýjum, fullkomnum búnaði sem færir skólann uppá nýtt plan og nær nútímanum.
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig húsið hefur risið á mjög stuttum tíma. Myndbandið er 30 sekúndur að lengd.
Hér er annað myndband með myndum sem teknar voru á byggingartíma Hamars frá fyrstu skóflustungunni í júlí 2015 og til dagsins í dag. Myndirnar tók Örlygur Karlsson, fyrrverandi skólameistari FSu.