NÝSVEINAHÁTIÐ OG SKÖPUN

Heiðurskennarar Lárus Gestsson fagstjóri húsasmíðagreina og Gísli Viðar Oddsson fagstjóri málmiðnaðargreina fóru fyrir hönd FSu á nýsveinahátíð 2025 sem haldin var á Hótel Natura í í gær 8. febrúar. Og til að rifja upp fyrir ófróða var Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur stofnað 1897.

Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur sem stofnað var árið1897 heldur Nýsveinahátíð í ársbyrjun ár hvert og veitir þeim sem skara fram úr við sveinspróf viðurkenningu. Til hliðar þessum upplýsingum Lalla og Gísla er vert að minnast þess að að Leikfélag Reykjavíkur sem nú er Borgarleikhúsið var stofnað það sama ár – í sama húsi.

Bakarameistari IMFR 2025 Jón Albert Kristinsson hlaut viðurkenningu. Forseti Íslands - frú Halla Tómasdóttir afhenti viðurkenningar á hátíðinni auk þess sem hún var verndari hennar.

Að sögn Lárusar og Gísla var mikill heiður að vera við þessa athöfn. „Áfram FSu í öllu góða starfi skólans” sögðu þeir einróma.

lg / jöz.