Nýtt kennsluhúsnæði í Bitru

Ný kennslustofa sem rúmar allt að 15 nemendur var tekin í notkun í fangelsinu í Bitru á höfuðdegi, mánudaginn 29. ágúst. Áður hafði skólinn til afnota litla vistarveru sem rúmaði að hámarki 6 nemendur en nú er öldin önnur. „Þetta er bylting ekki breyting,“ sagði Ingi S. Ingason, kennslustjóri á Litla Hrauni. 15 nemendur  eru skráðir í nám í Bitru á þessari önn, en þrír kennarar kenna í Bitru, Úlfur Björnsson sem kennir stærðfræði og landafræði, Helgi Þorvaldsson sem kennir ensku og Gylfi Þorkelsson sem kennir íslensku. Á myndinni má sjá þá Ara Björn Thorarensen, formann skólanefndar FSu til vinstri og Inga S. Ingason, kennslustjóra á Litla Hrauni skoða húsakostinn.