Nýtt nemendafélag tekur við
Nú hafa kosningar farið fram hjá nemendum í FSu. Nýtt kosningafyrirkomulag var prófað og gafst vel. Afar jákvæð viðrögð nemenda hafa verið gleðiefni.
Kosið var í tvennu lagi, fyrst var framkvæmdastjórn kosin (formaður, varaformaður og gjaldkeri) og síðan 8 fulltrúar í stjórn NFSu sem eiga eftir að skipta með sér verkum. Nú eru því 11 nemendur nýkjörnir í stjórn NFSu fyrir skólaárið 2016-2017. Við óskum þeim til hamingju og það verður gaman að vinna með þeim.
Stjórnarskipti verða eftir páska og sagt verður nánar frá því síðar.
Ný stjórn er skipuð eftirfarandi nemendum:
Sigþór Jóhannsson, formaður
Sesselía Dan Róbertsdóttir, varaformaður
Kristinn Sölvi Sigurgeirsson, gjaldkeri
Stjórn hefur skipt með sér verkum og eru þau eftirfarandi:
Elísabet Davíðsdóttir, formaður skemmtinefndar.
Jakob Burgel, formaður Málfundafélags FSu.
Þórunn Ösp Jónasdóttir, vefstjóri.
Katrín Stefánsdóttir, formaður leikráðs.
Kolbrún Olga Reynisdóttir, kynningafulltrúi.
Hilmar Úlfarsson, tæknistjóri.
Hólmar Höskuldsson, formaður íþróttaráðs.
Viktor Gísli Eyþórsson, formaður ritráðs.
Á myndinni má sjá nýja stjórn ásamt Guðbjörgu Grímsdóttur, félagslífs- og forvarnarfulltrúa.