Nýtt skilti og nýir nemendur
Nýtt skólaár er hafið af fullum krafti og í dag fylltist skólinn af kraftmiklum hópi nýnema sem tóku þátt í nýnemadegi. Á þessum degi mæta eingöngu nýnemar til leiks, þeir fá kynningu á innviðum, innra starfi og skipulagi skólans. Að auki taka þeir þátt í ratleik sem skipulagður er af stjórn nemendafélagsins og fá kynningu á starfi nemendaráðs.
Það þótti við hæfa að vígja nýtt skilti við skólann á þessum degi, en skiltið sem sýnir kort af Selfossi þar sem merktar eru inn fjórar mismunandi vegalengdir til að ganga, skokka, hlaupa eða hjóla. Skiltið er staðsett við inngang Iðu, íþróttahús. Það er kærkomin viðbót við skólann og er tengt verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli, en hreyfing var aðalviðfangsefni liðins skólaárs.
Skiltið ætti að nýtast nemendum og starfsfólki vel, sem og öllum bæjarbúum.
Á myndunum má sjá hressa nýnema við skiltið góða og svo skiltið í nærmynd.