Nýtt útlit í janúar
HÁR1S2/HÁR3S2 er skemmtilegur valáfangi þar sem hárgreiðsla og annað tengt úliti er aðalmálið. Í vetur velja nemendur einn kennara í mánuði og breyta úliti hans. Lögð verður áhersla á að nemendur kynnist mikilvægi þess að klipping hæfi andlitsfalli viðkomandi og að valinn litatónn hæfi húðlit. Kennarinn framkvæmir gjörninginn en nemendur aðstoða og koma með hugmyndir, farða og dekra við módelið.
Hér má sjá Kristjönu Hrund Bárðardóttur, enskukennara. Kristjana var með alltof sítt hár sem gerði hana niðurdregna og þreytulega, hún var líka með aðeins of dökkan lit í hárinu sem gerði hana helst til föla. Við byrjuðum á að setja létta lýsingu í hárið á henni án þess að lýsa hana of mikið og mjúkan mokkatón með sem undirstrikar fallega augnumgjörð hennar. Þvínæst klipptum við hárið í millisídd með styttum. Þarna yngdum við þennan yndislega kennara um nokkur ár og náðum fram léttleika og mun ferskara útliti.
Á myndunum má sjá Kristjönu fyrir og eftir breytingu.
Kennari er Elínborg Arna Árnadóttir.