Ómissandi fólk
Við undirbúnings stórafmælis skólans ber að þakka þeim aðilum sem gáfu vinnu sína og tíma til að gera daginn enn skemmtilegri.
Eftirfarandi aðilar lögðu sitt af mörkum til að gera daginn ógleymanlegan: Þór Vigfússon sá um söguskoðun í skrúðgöngu og veislustjórn í kvölddagskrá, Sigurður Sigursveinsson stýrði kvölddagskrá, Dúxarnir og Djasshljómsveit Páls Sveinssonar sáu um tónlistarflutning á kvölddagskrá sem og nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga, Róbert Darling stýrði lúðrasveit frá Tónlistarskóla Árnesinga í skrúðgöngu, djasshljómsveit skólans flutti ljúfa tóna í morgunsárið, hljómsveitin Assassin of a beautiful brunette spilaði fyrir afmælisgesti í hádeginu, Fannar Freyr Magnússon, Sigurgeir Skafti Flosason og Einar Björnsson sáu um hljóðkerfi, Helga Sighvatsdóttir og þjóðlagahljómsveitin Korka léku fyrir dansi um miðjan daginn, Sunnlenska fréttablaðið birti fréttir af afmælinu, Ólafur Th. Ólafsson gerði fallegt afmælisboðskort og Magnús Hlynur Hreiðarsson og Valdimar Bragason gerðu opnu í Dagskránni og myndaseríu eftir afmæli.
Að auki unnu nemendur og starfsfólk skólans sem og afmælisnefnd frábært starf við undirbúning afmælisins. Kærar þakkir fyrir ómetanlega hjálp.