Óskar í frönskunni
Verkið fjallar um Óskar, tíu ára dreng sem þjáist af hvítblæði og bíður hins óhjákvæmilega á spítala. Sjálfboðaliði sem kemur reglulega í heimsóknir hvetur Óskar til þess að skrifa bréf til Guðs og skapa sér þannig framtíð sem ósennilegt er að hann muni lifa. Leikritið er í senn einstaklega fallegt, fyndið og hjartnæmt. Eldri kona sem er sjálfboðaliði á sjúkrahúsinu, virðist vera sú eina sem hefur þroska og þor til að ræða hið óumflýjanlega við Óskar og ráðleggur honum að skrifa bréf til Guðs. Í bréfunum og samskiptum drengsins og vinkonu hans á sjúkrahúsinu birtist djúp lífsspeki sem þó er uppfull af hlýlegum og leiftrandi húmor.
Nemendur gerðu góðan róm að leikritinu enda gjörþekktu þeir efni verksins eftir lestur og umræður um bókina á síðustu önn.