Pallborðsumræður og skuggakosningar
18.10.2017
Pallorðsumræður vegna komandi alþingiskosninga fóru fram í sal FSu mánudaginn 16. október. Fullur salur af nemendum fylgdist með umræðum í sal, en þar kynntu fulltrúar framboða í Suðurkjördæmi helstu stefnumál sín. Rætt var um ýmis málefni eins og áfengi í matvöruverslunum, samgöngur í kjördæminu, húsnæðismál, skatta og málefni LÍN auk þess sem frambjóðendur svöruðu spurningum úr sal. Sama dag fóru einnig fram skuggakosningar í skólanum þar sem nemendum gafst kostur á að greiða atkvæði og prófa að taka þátt í kosningum.