Pestalozzi verkefni
Seinni hluta síðustu viku fór Helgi Hermannsson, félagsfræðikennari í FSu, til Rúmeníu í vinnubúðir um fjölmiðlalæsi og lýðræði á vegum Pestalozzi verkefnis Evrópuráðsins. Evrópuráðið var stofnað 1949 til að verja og efla mannréttindi, lýðræði og virðingu fyrir lögum í Evrópu. Núna er 47 lönd í Evrópu meðlimir, öll lönd fyrir utan Hvíta Rússland, Kazakstan og Vatíkanið.
Pestalozzi verkefni eru hugsuð fyrir kennara og aðra er vinna að menntunarmálum. Megin verkefni þeirra er að vinna að lýðræðis- og mannréttindaumbótum í Evrópu. Vinnubúðirnar voru styrktar af Evrópuráðinu og Rúmenska menntamálaráðuneytinu og voru staðsettar uppi í fjalllendi Rúmeníu, tæpa 30 km. frá kastala Drakúla greifa. Þátttakendur vinnubúðanna komu frá Ítalíu, Tyrklandi, Kýpur, Moldavíu og Rúmeníu, auk Íslands, en þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur tekur þátt í sambærilegu verkefni í Rúmeníu.