Pétur í heimsókn
18.04.2010
Alltaf gleður það kennara þegar gamlir nemendur sýna þeim og skólanum ræktarsemi. Fyrr á önninni rak sjaldséður gestur, Pétur Hrafn Valdimarsson, inn nefið í FSu, en hann útskrifaðist sem stúdent af málabraut haustið 1990. Pétur hefur síðan dvalið langdvölum í Danaveldi og fetar í fótspor landa sinna við að passa bækur í því landi. Listaverk eftir Pétur frá árum hans í FSu má enn sjá á veggjum kjallarans í Odda og voru þau meðal þess sem hann skoðaði í heimsókninni.