Pípulagnir í kvöldskóla á haustönn
28.05.2024
Vegna mikils áhuga á námi í pípulögnum viljum við kanna forsendur þess að taka inn nýjan hóp í haust.
Fyrirkomulag námsins verður, að kennt verður 4 daga í viku í 2,5 klst. í senn, frá kl. 17:00-19:30 mán. – fim. og 4 tíma á stöku laugardagsmorgnum. Nánara fyrirkomulag um kennsluna mun liggja fyrir þegar umsóknir fara að berast.
Kennslan í kvöldskólanum verður eingöngu í fagtengdum áföngunum sem tilheyra brautunum.
Innritunargjald verður 6.000 kr. og við það bætist einingagjald (2.500 kr. fyrir hverja einingu).
Innritun er nú lokið fyrir haustönnina.