Prófum lokið
11.12.2010
Prófatímabili þessarar annar lauk með sjúkraprófum föstudaginn 10. desember. Eins og gefur að skilja hafa prófin útheimt allmiklar vinnutarnir hjá kennurum ekki síður en nemendum. Meðfylgjandi mynd sýnir stærðfræðikennara við yfirferð prófa. Virðast þeir beita svokallaðri þjóðfundaraðferð við matið, en það vinnulag hefur nú rutt sér mjög til rúms á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins eins og kunnugt er.