Ráðherra í heimsókn
05.02.2013
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti skólann á mánudag. Ráðherra skoðaði skólann hátt og lágt, ræddi við nemendur og starfsfólk og skrifaði undir skólasamning um starf skólans ásamt skólameistara.
Ráðherrann kynnti sér sérstaklega hestabraut skólans og heimsótti Votmúla þar sem kennsla í verklegum hestabrautar greinum fer fram. Einnig skoðaði ráðherra Odda, Iðu og Hamar. Katrín hitti starfsfólk á sal og svaraði spurningum þeirra um margvísleg málefni tengd skólastarfi.
Á myndunum má sjá ráðherra og skólameistara skrifa undir skólasamning og heimsókn ráðherra í Hamar verknámshús.