Ráðherra í heimsókn á Regnbogadögum
30.03.2017
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýr ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar, ræddi við nemendur á rauðum regnbogadegi í dag, fimmtudag. Í erindi sínu fór hún um víðan völl, lagði áherslu á mikilvægi þess að vera sjálfum sér trúr og kosti þess að umfaðma fjölbreytileikann. Hún ræddi sinn feril og hvernig hún byrjaði í stjórnmálum og ræddi mikilvægi þess að ungt fólk velji sér námsleið eða leið í lífinu við það sem það hafi áhuga á. Þórdís svaraði spurningum nemenda um stjórnmál, ferðaþjónustu og fleira.