Ráðherrann á Hrauninu
21.10.2009
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra kom nýverið í fangelsið á Litla-Hrauni ásamt föruneyti úr ráðuneytinu. Erindið var að kynna sér fangelsismálin og kennslu og menntunarmál fanganna, en eins og kunnugt er hefur FSu stýrt skólahaldi í fangelsinu áratugum saman. Auk ráðuneytismanna komu fulltrúar frá Fangelsismálastofnun á staðinn. Margrét Frímannsdóttir sýndi fangelsið, fangar sögðu frá sínum hagsmunamálum og þau Ingi S. Ingason kennslustjóri og Anna Fríða Bjarnadóttir námsráðgjafi sögðu frá skólahaldinu.