Ráðstefna um heilsueflandi skóla
Þær Íris Þórðardóttir, forvarnarfulltrúi, Guðfinna Gunnarsdóttir, félagsmálafulltrúi og Agnes Ósk Snorradóttir, náms- og starfsráðgjafi, sóttu í liðinni viku ráðstefnu um heilsueflandi skóla. Heilsueflandi framhaldsskóli er einn af þáttum verkefnisins Skólinn í okkar höndum. Ráðstefnan var vel sótt, enda dagskráin fjölbreytt og tileinkuð bæði grunn- og framhaldsskólum. 31 framhaldsskólar hafa skráð sig í verkefnið og fjöldi grunnskóla hafa einnig bæst í hópinn. Fyrir hádegi var fjöldi erinda á dagskrá, ávörp frá velferðaráðherra, mennta- og menningamálaráðherra sem og landlækni. Aðalfyrirlesari var Clive Blair-Stevens, en hann sérhæfir sig í félagslegri markaðsfærslu. Málstofur tileinkaðar grunnþemum verkefnisins, næringu, hreyfingu, geðrækt og lífstíl voru svo á dagskrá eftir hádegi, þar sem verkefnið var nánar kynnt.