Ráðstefna um Pál Lýðsson
04.05.2009
Laugardaginn 2. maí var haldin ráðstefna í Odda á vegum Fræðslunets Suðurlands og FSu um Pál Lýðsson. Forseti Íslands flutti ávarp og Miklós Dalmay lék á píanó, eigin tilbrigði við stef eftir Sigurð Ágústsson frá Birtingaholti. Flutt voru erindi um Pál sem bónda, vin, nágranna, fræðimann og félagsmálamann. Einnig voru sýndar myndir frá ævi og starfi Páls og kvikmynd um hann sem kennara. Ráðstefnustjóri var Þór Vigfússon.