Rætt um hestamennsku
12.03.2012
Fimmtudaginn 8. Mars komu fjórir fulltrúar úr starfsgreinaráði í umhverfis- og landbúnaðargreinum í heimsókn í skólann og ræddu við kennara sem kenna hestamennsku við FSu. Einnig kom á fundinn Haraldur Þórarinsson formaður Landsambands hestamannafélaga. Rædd voru málefni námsbrautar í hestamennsku við skólann og þróun þeirrar brautar. Einnig var farið í heimsókn í Votmúla og fylgst með kennslu í reiðmennsku.