Rafrænar töflubreytingar haustið 2020
Nemendur sem þurfa nauðsynlega að láta breyta stundatöflum sínum þurfa nú að óska eftir töflubreytingu rafrænt í Innu, þriðjudaginn 18. ágúst milli klukkan 9:00 og 12:00. Nemendur sjá samdægurs hvort tafla þeirra hafi breyst samkvæmt ósk eða ekki. Hafi taflan ekki breyst hefur ekki verið unnt að gera breytinguna. Ástæða þess er oftast sú að hópar eru orðnir fullir.
Athugið að töflubreytingar eru aðeins samþykktar ef um nauðsynlegar breytingar er að ræða s.s.
a) ef nemandi er með of fáar eða of margar einingar í töflu
b) að forsendur hafi breyst t.d. vegna falls í áfanga
Ekki er hægt að fá töflubreytingu eingöngu til að skipta um hópa.
Útskriftarnemendur
Nemendur sem hyggjast útskrifast í desember og þurfa á töflubreytingum að halda eru beðnir um að senda póst á áfangastjóra með efnislínu: "útskrift haust 20".
Námsráðgjafar verða uppteknir við kynningar fyrir nýnema og svara því ekki fyrirspurnum þennan dag.
Smellið hér til að nálgast leiðbeiningar vegna rafrænna töflubreytinga