Regnbogadagar
Nýlega voru haldnir Regnbogadagar í FSu þar sem áhersla var lögð á mannréttindi, jafnrétti og mikilvæg þess að vera vel upplýstur og fagna fjölbreytileikanum. Hver dagur fékk sinn lit og voru nemendur og starfsfólk hvattir til að mæta í þeim lit sem átti við hvern dag. Regnbogafáninn var dreginn að húni við skólann. Einnig var boðið upp á opinn dagskrárlið tileinkaðan mannréttindum eða jafnrétti hvern regnbogadag. Meðal efnis sem var á dagskrá var fyrirlestur Unu Torfadóttur sem samdi ljóðið „Elsku Stelpur“ sem flutt var á Skrekk í fyrra, Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans og fyrrum nemendi við FSu ræddi um ungt fólk, framtíðina og mikilvægi þess að skoða sjálfan sig, Vigdís Fríða Þorvaldsóttir, nemenadi í kynjafræði ræddi um hrelliklám, Heiðrún Fivelstad var með jafnréttisfræðslu frá Samtökunum ´78 og Davíð Alexander Österby Christensen ræddi um um hvað það er að vera transgender. Kór skólans söng, ýmiskonar tónlist tengd þema daganna var spiluð á göngum skólans, nemendur í myndlist gerðu regnbogalistaverk í stiga skólans, regnbogakökur voru til sölu og hamborgarar boðnir til sölu. Kennarar gátu svo notað efniviðinn í verkefnavinnu með nemendum að vild. Fleiri myndir má sjá á fésbókarsíðu skólans.