Regnbogadagar hafnir
Regnbogadagar hófust í dag, fimmtudaginn 7. apríl. Dagarnir voru haldnir í fyrsta skipti í fyrra, en yfirskrift dagana er „Fögnum fjölbreytileikanum“ og er markmið þeirra að vekja athygli nemenda og starfsfólks á hugmyndum um jafnrétti og mannréttindi og hvetja til umræðna um mismunandi málaflokka sem falla þar undir. Hver dagur fær úthlutað sínum lit og eru allir hvattir til að merkja sig lit dagsins hverju sinni. Dagurinn í dag var bleikur og blár. Fyrirlesari dagsins var Una Torfadóttir, en hún talaði um kynjahlutverk. Hún samdi ljóðið Elsku stelpur sem var hluti af siguratriði Hagaskóla í Skrekk. Kór skólans tók lagið í hádeginu og lagalistar með lögum tengdum jafnrétti hljómuðu í skólanum.
Á myndinni má sjá Unu Torfadóttur, fyrirlesara.