Regnbogadagar hefjast á morgun
14.03.2018
Fjölbrautaskóli Suðurlands er mjög fjölbreyttur skóli. Þar koma saman nemendur frá öllu Suðurlandi og víðar. Við skólann er mjög fjölbreytt nám í boði, hefðbundið stúdentsnám, hinar ýmsu iðngreinar kenndar og styttri námsbrautir. Starfsfólk skólans kemur víða að og er með afar ólíka reynslu og menntun í farteskinu til að miðla og teljum við að allri þessari fjölbreytni beri að fagna. Því er árlega efnt til svokallaðra Regnbogadaga þar sem við fögnum fjölbreytileikanum með ýmisskonar uppákomum á degi hverjum. Á myndinni má skoða dagskrá Regnbogadaga og hvetjum við alla til að mæta og helst vera klæddir í lit hvers dags. Fögnum fjölbreytileikanum og áfram FSu!