Rómeó og Júlía í FSu
25.01.2009
Leikfélag Nemendafélags FSu er nú búið að velja verk til sýningar og hefur hafið æfingar. Verkið er hvorki meira né minna en unglingadramað Rómeó og Júlía í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðarsonar. Útlit er fyrir metnaðarfulla og athyglisverða leikgerð sem sett verður upp í húsnæði skólans. Er spennandi að sjá hvaða leiðir hópurinn finnur til að nýta skólahúsið í þessum tilgangi. Stefnt er að frumsýningu 6. mars.