Samingur um hönnun undirritaður

Í vikunni var skrifað undir ráðgjafarsamning við TARK – Teiknistofan arkitekta um fullnaðarhönnun verknámsaðstöðu við FSu. Nokkur óvissa er um áframhaldandi byggingaráform, en fjármagn þarf að koma til frá stjórnvöldum. Því er beðið með eftirvæntingu eftir fjárlögum 2015 þar sem áframhaldið mun ráðast. Sveitarfélögin sem standa að skólanum leggja til hluta af  fjármögnun hússins, en halda að sér höndum með lokafjármagn  þar til ríkisvaldið leggur fram sínn hluta og heildstæða fjámögnunaráætlun.

Áætlanir byggingnefndar gera ráð fyrir að um ár taki að reisa húsið og að kennsla geti hafist í nýju verknámshúsi haustið 2016, en það er háð aðkomu ríkisins eins og fyrr sagði.  

Á myndinni má sjá þau  Ivon S. Cilia, arkitekt frá TARK-arkitektum, síðan koma fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að FSu, þ.e. Valtýr Valtýsson, Ísólfur Gylfi Pálmason og Ásta Stefánsdóttir, Þráinn Sigurðsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu,  Vigfús Halldórsson frá Fasteignum ríkissjóðs, sem hafa umsjón með fasteignum FSu og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari.