Samningur um akademíu
03.10.2010
Þriðjudaginn 28. september var undirritaður samningur milli Fjölbrautaskóla Suðurlands og Körfuknattleiksfélags FSu um Körfuknattleiksakademíu FSu. Finnbogi Magnússon formaður Körfuknattleiksfélagsins ritaði undir fyrir hönd félagsins og Örlygur Karlsson skólameistari fyrir FSu. Nú eru 25 nemendur skráðir í akademíuna og er vonast til að fleiri bætist í hópinn eftir áramót. Valur Ingimundarson er þjálfari akademíunnar. Fyrsti leikur FSu í 1. deild á þessu tímabili verður sunnudaginn 10. okt. við Leikni Reykjavík.