Samráð í Keflavík
09.04.2010
Miðvikudaginn 7. apríl fóru kennarar og stjórnendur skólans á samráðsfundi í Keflavík með samstarfsskólum FSu, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viðfangsefnið var að ræða markmið einstakra námsgreina og setja þau inn í þrepaskipulag menntamálaráðuneytis. Þetta starf er unnið í anda laga um framhaldsskóla sem taka eiga gildi haustið 2011, en nú er reyndar útlit fyrir að gildistökunni verði frestað um nokkur ár.